Fótbolti

Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson lagði upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava.
Hákon Arnar Haraldsson lagði upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Getty/Lars Ronbog

Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava.

Vitesse gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik.  Daan Huisman, Ikoma Lois Openda og Thomas Buitink sáu um markaskorun Vitesse.

Varamaðurinn Amadej Marosa klóraði í bakkann fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og loktölur því 3-1 sigur Vitesse.

Vitesse er nú í öðru sæti G-riðils með tíu stig og þurfa að treysta á að topplið Rennes taki í það minnsta stig gegn Tottenham þegar þau lið loksins mætast til að komast í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar.

Þá voru Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK sem varnn 2-0 sigur gegn Slovan Bratislava. Hákon Arnar var í stuði og lagði upp bæði mörk liðsins.

Kaupmannahafnarliðið endaði í efsta sæti F-riðils með 15 stig og tapaði aðeins einum leik.

Úrslit kvöldsins

E-riðill

Feyenoord 2-1 Maccabi Haifa

Union Berlin 1-1 Slavia Prague

F-riðill

FC Kaupmannahöfn 2-0 Slovan Bratislava

PAOK 2-0 Lincoln Red Imps

G-riðill

Vitesse 3-1 NS Mura

Tottenham - Rennes (Frestað)

H-riðill

Basel 3-0 Qarabag

Omonia Nicosia 0-0 Kairat Almaty




Fleiri fréttir

Sjá meira


×