Foringi Stulla í bann á Korpu og Grafarholtsvelli Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2021 12:53 Á Korpuvelli. Þessi heldri kylfingar þurfa ekki að óttast að Steingrímur Gautur og hans Stullar rífi af þeim rástímana. vísir/vilhelm Steingrímur Gautur Pétursson kylfingur hefur verið dæmdur í skráningarbann af aganefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Bannið varir í mánuð og tekur gildi þegar tímabilið hefst. Vísir greindi frá máli sem kom upp innan golfhreyfingarinnar, einkum innan GR, að tiltekinn hópur kylfinga hefðu útbúið tölvuforrit til að gera sér leikinn léttari við skráningu. Vísir upplýsti að þar færi einn þekktasti golffélagsskapur landsins, sjálfir Stullarnir. Steingrímur Gautur útskýrði í samtali við blaðamann Vísis að ekki hafi verið um það að ræða að þeir hafi náð með tölvuhakki að svindla sér fram fyrir röðina heldur gerði tölvuforritið þeim kleift að ganga snarlega frá skráningu eftir opnun. Þeir töldu að málinu væri lokið en svo var ekki. Það fór fyrir aganefnd GR og niðurstaðan liggur nú fyrir. Gríðarlegrar ólgu gætti meðal kylfinga en í niðurstöðu aganefndar kemur fram að nefndin telji rétt að sá eða þeir, sem gengist hafa við því að hafa hlutast til um skráningu með skriftum, fái skráningarbann í byrjun næsta tímabils. „Þá telji nefndin eðlilegt að aðrir aðilar, þ.e. þeir sem skráðir voru í rástíma með umræddum hætti, vitandi eða óafvitandi, verði brýndir um mikilvægi þess að gefa ekki upp notendanöfn og/eða lykilorð. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einnig fram að hún telji brýnt að settar verði skýrari reglur um skráningu rástíma, og viðurlög við brotum,“ segir í tilkynningu sem sjá má á vef GR. Þar kemur jafnframt fram að aðrir félagar í Stullunum hafi ekki verið kunnugt um þetta, öðrum en Steingrími. Ýmsir kölluðu eftir hörðum viðurlögum Ákvörðun stjórnar er í takti við þetta: „Í samræmi við niðurstöðu aganefndar er ákveðið að Steingrímur Gautur Pétursson sæti skráningarbanni, sem felur í sér að hann hafi ekki aðgang að golfvöllum GR. Skráningarbannið tekur gildi sama dag og opnað verður fyrir skráningu á 18 holum á Korpúlfsstaðavelli eða Grafarholtsvelli, eftir því hvor völlurinn opnar fyrr, á golftímabilinu 2022, og skal vara í einn mánuð. Stullarnir eru líklega þekktasti golfhópur landsins. Steingrímur Gautur er þarna ásamt þremur félögum úr klúbbnum, en hann er lengst til hægri á myndinni. En svona birtust þeir á síðum Kylfingur.is um árið.skjáskot Stjórn GR tekur framkomna afsökunarbeiðni gilda. Að teknu tilliti til hennar og annars þess sem fram er komið er málinu lokið með þessum hætti.” Stjórnin tekur það sérstaklega fram að hún hafi verið sér meðvituð um þá skoðun margra félagsmanna að beita ætti hörðum viðurlögum, jafnvel brottvísunum. Ætlar út í golfferð meðan bannið varir Steingrímur Gautur segist una bærilega við þessa niðurstöðu. En nýr formaður, Gísli Hall, fundaði með honum um helgina og kynnti honum þessa niðurstöðu. Stjórnin vildi ljúka málinu fyrir aðalfund sem var á mánudaginn. „Þetta var eina leiðin til að ljúka þessu og halda friðinn,“ segir Steingrímur Gautur. Þó hann vilji meina að hann hafi ekki svindlað segist hann ekki hafa nennt því að fara í slag. „Og refsingin sem boðin var ekki það mikil að það væri þess virði að slást eitthvað meira við stjórnina um málið. það var líka mikilvægt að þeir samþykktu að aðrir Stullar hefðu ekki haft vitneskju og afsökunarbeiðni frá þeim tekin gild án þess að einhver áminning fylgdi.“ Steingrímur Gautur ætlar sér sannarlega ekki að leggja kylfurnar á hilluna þrátt fyrir þetta og spurður hvar hann ætli að spila í byrjun næsta tímabils segir hann: „Ætli maður skelli sér ekki bara í golfferð eitthvert út.“ Golf Tengdar fréttir Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. 23. nóvember 2021 14:32 Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Vísir greindi frá máli sem kom upp innan golfhreyfingarinnar, einkum innan GR, að tiltekinn hópur kylfinga hefðu útbúið tölvuforrit til að gera sér leikinn léttari við skráningu. Vísir upplýsti að þar færi einn þekktasti golffélagsskapur landsins, sjálfir Stullarnir. Steingrímur Gautur útskýrði í samtali við blaðamann Vísis að ekki hafi verið um það að ræða að þeir hafi náð með tölvuhakki að svindla sér fram fyrir röðina heldur gerði tölvuforritið þeim kleift að ganga snarlega frá skráningu eftir opnun. Þeir töldu að málinu væri lokið en svo var ekki. Það fór fyrir aganefnd GR og niðurstaðan liggur nú fyrir. Gríðarlegrar ólgu gætti meðal kylfinga en í niðurstöðu aganefndar kemur fram að nefndin telji rétt að sá eða þeir, sem gengist hafa við því að hafa hlutast til um skráningu með skriftum, fái skráningarbann í byrjun næsta tímabils. „Þá telji nefndin eðlilegt að aðrir aðilar, þ.e. þeir sem skráðir voru í rástíma með umræddum hætti, vitandi eða óafvitandi, verði brýndir um mikilvægi þess að gefa ekki upp notendanöfn og/eða lykilorð. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einnig fram að hún telji brýnt að settar verði skýrari reglur um skráningu rástíma, og viðurlög við brotum,“ segir í tilkynningu sem sjá má á vef GR. Þar kemur jafnframt fram að aðrir félagar í Stullunum hafi ekki verið kunnugt um þetta, öðrum en Steingrími. Ýmsir kölluðu eftir hörðum viðurlögum Ákvörðun stjórnar er í takti við þetta: „Í samræmi við niðurstöðu aganefndar er ákveðið að Steingrímur Gautur Pétursson sæti skráningarbanni, sem felur í sér að hann hafi ekki aðgang að golfvöllum GR. Skráningarbannið tekur gildi sama dag og opnað verður fyrir skráningu á 18 holum á Korpúlfsstaðavelli eða Grafarholtsvelli, eftir því hvor völlurinn opnar fyrr, á golftímabilinu 2022, og skal vara í einn mánuð. Stullarnir eru líklega þekktasti golfhópur landsins. Steingrímur Gautur er þarna ásamt þremur félögum úr klúbbnum, en hann er lengst til hægri á myndinni. En svona birtust þeir á síðum Kylfingur.is um árið.skjáskot Stjórn GR tekur framkomna afsökunarbeiðni gilda. Að teknu tilliti til hennar og annars þess sem fram er komið er málinu lokið með þessum hætti.” Stjórnin tekur það sérstaklega fram að hún hafi verið sér meðvituð um þá skoðun margra félagsmanna að beita ætti hörðum viðurlögum, jafnvel brottvísunum. Ætlar út í golfferð meðan bannið varir Steingrímur Gautur segist una bærilega við þessa niðurstöðu. En nýr formaður, Gísli Hall, fundaði með honum um helgina og kynnti honum þessa niðurstöðu. Stjórnin vildi ljúka málinu fyrir aðalfund sem var á mánudaginn. „Þetta var eina leiðin til að ljúka þessu og halda friðinn,“ segir Steingrímur Gautur. Þó hann vilji meina að hann hafi ekki svindlað segist hann ekki hafa nennt því að fara í slag. „Og refsingin sem boðin var ekki það mikil að það væri þess virði að slást eitthvað meira við stjórnina um málið. það var líka mikilvægt að þeir samþykktu að aðrir Stullar hefðu ekki haft vitneskju og afsökunarbeiðni frá þeim tekin gild án þess að einhver áminning fylgdi.“ Steingrímur Gautur ætlar sér sannarlega ekki að leggja kylfurnar á hilluna þrátt fyrir þetta og spurður hvar hann ætli að spila í byrjun næsta tímabils segir hann: „Ætli maður skelli sér ekki bara í golfferð eitthvert út.“
Golf Tengdar fréttir Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. 23. nóvember 2021 14:32 Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. 23. nóvember 2021 14:32
Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15