Lýsti fyrsta leik sonarins fyrir United: „Þvílíkur dagur fyrir strákinn minn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2021 07:30 Charlie Savage í viðtal eftir leik Manchester United og Young Boys. Eins og sjá má er hann býsna líkur föður sínum. getty/Matthew Peters Feðgarnir Robbie og Charlie Savage tóku báðir þátt í leik Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í gær, með ólíkum hætti þó. Charlie var í leikmannahópi United og kom inn á undir lok leiks. Robbie lýsti leiknum hins vegar á BT Sport og var að springa úr stolti þegar sonur hans fékk að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir aðallið United. „Charlie Savage kemur inn á fyrir Juan Mata hjá Manchester United. Vá. Ég bjóst aldrei við að segja þessi orð hér hjá Manchester United,“ sagði Robbie þegar sonur hans kom inn á. „Þvílíkur dagur fyrir strákinn minn. Ég er svo stoltur af honum. Þetta er frábært augnablik fyrir hann. Að koma inn á fyrir mann sem hefur unnið HM!“ Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, leyfði mörgum ungum leikmönnum að spreyta sig í leiknum í gær, þar á meðal hinum átján ára Savage. Auk hans léku Zidane Iqbal og Tom Heaton sinn fyrsta leik fyrir United í gær. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. United var þegar öruggt með sigur í riðlinum. A proud night for the Savage clan #MUFC pic.twitter.com/3c4NItvZDp— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2021 Robbie er einnig uppalinn hjá United og var hluti af 92-árganginum fræga. Hann náði hins vegar aldrei að leika fyrir aðallið United. Hann átti þó fínasta feril, lék fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni, varð deildarbikarmeistari með Leicester City og lék 39 landsleiki fyrir Wales. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Myndi ekki segja að ég væri ánægður en þetta var allt í lagi „Ég vissi alveg að liðið sem ég stillti upp í dag hefði ekki spilað saman áður sem lið,“ sagði Ralf Rangnick eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 8. desember 2021 23:02 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Charlie var í leikmannahópi United og kom inn á undir lok leiks. Robbie lýsti leiknum hins vegar á BT Sport og var að springa úr stolti þegar sonur hans fékk að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir aðallið United. „Charlie Savage kemur inn á fyrir Juan Mata hjá Manchester United. Vá. Ég bjóst aldrei við að segja þessi orð hér hjá Manchester United,“ sagði Robbie þegar sonur hans kom inn á. „Þvílíkur dagur fyrir strákinn minn. Ég er svo stoltur af honum. Þetta er frábært augnablik fyrir hann. Að koma inn á fyrir mann sem hefur unnið HM!“ Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, leyfði mörgum ungum leikmönnum að spreyta sig í leiknum í gær, þar á meðal hinum átján ára Savage. Auk hans léku Zidane Iqbal og Tom Heaton sinn fyrsta leik fyrir United í gær. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. United var þegar öruggt með sigur í riðlinum. A proud night for the Savage clan #MUFC pic.twitter.com/3c4NItvZDp— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2021 Robbie er einnig uppalinn hjá United og var hluti af 92-árganginum fræga. Hann náði hins vegar aldrei að leika fyrir aðallið United. Hann átti þó fínasta feril, lék fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni, varð deildarbikarmeistari með Leicester City og lék 39 landsleiki fyrir Wales.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Myndi ekki segja að ég væri ánægður en þetta var allt í lagi „Ég vissi alveg að liðið sem ég stillti upp í dag hefði ekki spilað saman áður sem lið,“ sagði Ralf Rangnick eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 8. desember 2021 23:02 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Myndi ekki segja að ég væri ánægður en þetta var allt í lagi „Ég vissi alveg að liðið sem ég stillti upp í dag hefði ekki spilað saman áður sem lið,“ sagði Ralf Rangnick eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 8. desember 2021 23:02