121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 19:19 Nú hafa 121 þúsund manns mætt í örvunarbólusetningu. Vísir/Sigurjón Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59
Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47