Ungu strákarnir í Man Utd gerðu jafn­tefli við Young Boys

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Greenwood skoraði mark Man Utd í kvöld.
Greenwood skoraði mark Man Utd í kvöld. EPA-EFE/Tim Keeton

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Young Boys frá Sviss í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ralf Rangnick, þjálfari heimamanna, leyfði bókstaflega öllum að spila.

Byrjunarlið Man United var áhugavert en Rangnick gerði 11 breytingar frá því í 1-0 sigrinum á Crystal Palace um helgina. Heimamenn byrjuðu leikinn hins vegar vel en Mason Greenwood skorað glæsilegt mark eftir níu mínútna leik. Hann klippti þá fyrirgjöf Luke Shaw snyrtilega í netið.

Undir lok fyrri hálfleiks ætlaði Donny van de Beek að pota boltanum á Aaron Wan-Bissaka fyrir utan eigin teig en Bissaka var ekki með á nótunum og boltinn endaði hjá Fabian Rieder sem lúðraði boltanum upp í samskeytin fjær og staðan 1-1 í hálfleik.

Anthony Elanga gat komið Man Utd yfir í upphafi síðari hálfleiks en í kjölfarið tóku Young Boys öll völd á vellinum. Það var ljóst þegar leið á leikinn var ljóst að margur leikmaður Man Utd var alls ekki í leikformi.

Á sama tíma gerði Rangnick urmul skiptinga. Tom Heaton leysti Dean Henderson af í markinu og þá komu þeir Zidane Iqbal, Shola Shoretire, Charlie Savage og Teden Mengi einnig inn af bekknum.

Þó gestirnir hafi vaðið í færum tókst þeim ekki að finna sigurmarkið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Man Utd voru búnir að tryggja sér sigur í F-riðli. Enn er óvíst hvaða lið fer með þeim í 16-liða úrslitin en leik Atalanta og Villareal var frestað vegna veðurs.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira