Fótbolti

Frá Val til liðsins sem Serena og Natalie Portman eiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir tvö ár á Íslandi er Mary Alice Vignola á leið til Bandaríkjanna.
Eftir tvö ár á Íslandi er Mary Alice Vignola á leið til Bandaríkjanna. vísir/Hulda Margrét

Mary Alice Vignola er gengin í raðir Angel City í Bandaríkjunum frá Íslandsmeisturum Vals.

Angel City byrjar að spila í bandarísku kvennadeildinni á næsta tímabili. Þekktar stjörnur eru í eigendahópi félagsins. Meðal þeirra eru Serena Williams, Natalie Portman, Jessica Chastain og fyrrverandi fótboltakonurnar Mia Hamm og Abby Wambach.

Mary Alice lék með Þrótti 2020 og gekk svo í raðir Vals. Hún lék alla átján deildarleikina þegar Valskonur urðu Íslandsmeistarar á síðasta tímabili. Alls lék Mary Alice 34 deildar- og bikarleiki á Íslandi og skoraði níu mörk.

Angel City er fyrsta liðið frá Los Angeles sem keppir í bandarísku kvennadeildinni síðan Los Angeles Sol 2010.

Angel City hefur verið að safna liði að undanförnu og meðal annars fengið bandarísku landsliðskonuna Christen Press.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×