Sameiginleg aðgerðaráætlun ensku úrvalsdeildarinnar, enska knattspyrnusambandsins, félags neðri deilda Englands og leikmannasamtaka landsins byggir á því að vernda leikmenn deildanna gegn heilahristingi og afleiðingum hans, sem og að komast að því hvers vegna aukin hætta er á taugahrörnunarsjúkdómum meðal atvinnumanna í fótbolta miðað við hinn almenna borgara.
The Premier League is set to trial a saliva test that can be used to diagnose concussion. #bbcfootball #epl
— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2021
Maheta Molango, framkvæmdarstjóri leikmannasamtaka Englands, sagði í samtali við Sky Sports að þetta væri sönnun þess að knattspyrnusamfélagið geri sér grein fyrir hættunni sem geti fylgt heilahristingi, þ.e. heilabilun eða CTE (Chronic Traumatic Encephalopathy, í. langvinnra heilakvilla).
„Ég held að knattspyrnusamfélagið sé búið að gera sér grein fyrir því að þetta er málefni sem snertir okkur öll,“ sagði Molango. „Við þurfum öll að taka á þessu og allir hagsmunaaðilar þurfa að skilja sitt hlutverk þegar kemur að því að berjast gegn þessum hræðilega sjúkdómi.“