Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 07:56 Það eru ekki allir á eitt sáttir um bólusetningarskylduna. epa/Justin Lane Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Bólusetningarkröfur eru óvíða jafn strangar og í New York en þar hafa starfsmenn borgarinnar þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. Mörg ríki gera einhverja kröfu um bólusetningar ákveðinna starfsmanna, til að mynda í heilbrigðisþjónustu en bólusetningaskylda starfsmanna einkafyrirtækja er mun fátíðari og umdeildari. Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hafði freistað þess að koma á bólusetningaskyldu starfsmanna allra fyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn en þær fyrirætlanir hafa verið stöðvaðar af dómstólum, að minnsta kosti um sinn. Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, segist hins vegar gera ráð fyrir að nýju reglurnar í borginni muni standast áhlaup fyrir dómstólum en þær munu ná til 184.000 fyrirtækja í borginni. Til viðbótar við ofangreindar breytingar stendur til að krefjast þess af öllum 12 ára og eldri að þeir framvísi sönnun um að þeir séu fullbólusettir áður en þeir fá að snæða innandyra á veitingastöðum og sækja sýningar. Þá verða foreldrar barna á aldrinum 5 til 11 ára að sýna fram á að þau hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Bólusetningarkröfur eru óvíða jafn strangar og í New York en þar hafa starfsmenn borgarinnar þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. Mörg ríki gera einhverja kröfu um bólusetningar ákveðinna starfsmanna, til að mynda í heilbrigðisþjónustu en bólusetningaskylda starfsmanna einkafyrirtækja er mun fátíðari og umdeildari. Stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hafði freistað þess að koma á bólusetningaskyldu starfsmanna allra fyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn en þær fyrirætlanir hafa verið stöðvaðar af dómstólum, að minnsta kosti um sinn. Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, segist hins vegar gera ráð fyrir að nýju reglurnar í borginni muni standast áhlaup fyrir dómstólum en þær munu ná til 184.000 fyrirtækja í borginni. Til viðbótar við ofangreindar breytingar stendur til að krefjast þess af öllum 12 ára og eldri að þeir framvísi sönnun um að þeir séu fullbólusettir áður en þeir fá að snæða innandyra á veitingastöðum og sækja sýningar. Þá verða foreldrar barna á aldrinum 5 til 11 ára að sýna fram á að þau hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira