Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 19:03 Kolfinna Frigg Sigurðardóttir greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði. Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels