Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 13:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
„Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01