Innlent

Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur látið aðgerðir fylgja orðum og er sjálfur margbólusettur.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur látið aðgerðir fylgja orðum og er sjálfur margbólusettur. Vísir

Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt.

Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is.

Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn.

Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára.

„Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur.

Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. 

„Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×