Innlent

Eiga erfitt með að salta götur borgarinnar vegna flughálku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Snjóinn á höfuðborgarsvæðinu leysti um helgina en með næturfrostinu hefur myndast hálka og hættulegar aðstæður víða í borginni.
Snjóinn á höfuðborgarsvæðinu leysti um helgina en með næturfrostinu hefur myndast hálka og hættulegar aðstæður víða í borginni. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum eigi í erfiðleikum vegna mikilla hálku.

Lögregla handtók mann í annarlegu ástandi rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær en maðurinn hafði unnið skemmdir í sameign í fjölbýlishúsi og var ósjálfbjarga sökum ölvunar. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Einn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð en annar á bráðamóttöku til skoðunar.

Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð nú undir morgun vegna farþega sem neitaði að greiða fargjaldið. Viðkomandi reyndi að hlaupa í burtu en lögregla náði tali af honum.

Í Mosfellsbæ fauk trampólín.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×