Innlent

27 milljarðar á tveimur árum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Covid er kostnaðarsamt. 
Covid er kostnaðarsamt.  vísir/vilhelm

Heims­far­aldurinn hefur kostað heil­brigðis­kerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heil­brigðis­stofnanir hafa fengið þau skila­boð úr heil­brigðis­ráðu­neytinu að spara ekki í bar­áttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt.

Erfitt er að á­ætla ná­kvæm­lega hver af­leiddur kostnaður far­aldursins er en heil­brigðis­ráðu­neytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkis­sjóðs til heil­brigðis­stofnana í far­aldrinum.

Farsóttahótel næstdýrust

Á síðasta ári, 2020, kostaði far­aldurinn heil­brigðis­kerfið 11 milljarða.

Og í ár er gert ráð fyrir að far­aldurinn kosti kerfið um 16 milljarða.

Þetta fjár­magn skiptist niður á eftir­farandi hátt:

  • 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira
  • Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um
  • 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar
  • Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup.

Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkra­trygginga, land­læknis og heil­brigðis­stofnana úti á landi.

Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm

Sparnaður ekki málið

„Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugar­far. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðru­vísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra.

Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum?

„Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“

Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm

Ráð­herrann segir að við upp­haf far­aldursins hafi stofnanir heil­brigðis­kerfisins fengið þessi skila­boð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjár­auka­lögum.

„Þess vegna held ég að það hafi verið mjög far­sæl á­kvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum.

„Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim út­gjöldum sem kunnu að koma til.“

Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×