Fótbolti

Rúnar Alex stóð milli stanganna í dramatískum sigri | Kol­beinn úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Alex lék í dramatískum sigri í kvöld.
Rúnar Alex lék í dramatískum sigri í kvöld. Plumb Images/Getty Images

Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í belgíska bikarnum í knattspyrnu í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í OH Leuven eru komnir áfram á meðan Kolbeinn Þórðarson og liðsfélagar hans í Lommel eru úr leik.

Í kvöld fara fram sex leikir í 16-liða úrslitum belgíska bikarsins. Leikjum beggja Íslendingaliðanna er nú lokið en því miður fór aðeins annað þeirra áfram.

Rúnar Alex stóð vaktina í marki Leuven sem vann einkar dramatískan 3-2 útisigur á Westerlo. Strax á 17. mínútu leiksins dró til tíðinda þar sem þeim Kouya Mabea og Xavier Mercier lenti saman. Báðir voru sendir í sturtu og bæði lið kláruðu leikinn með 10 leikmenn á vellinum.

Heimamenn í Westerlo komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Leuven jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en á 67. mínútu komust heimamenn aftur yfir.

Staðan var 2-1 allt þangað til ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Þá jafnaði Siebe Schrijvers metin fyrir gestina og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Mathieu Maertens gestunum sæti í 8-liða úrslitum.

Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn í hægri bakverði er Lommel tapaði 2-0 gegn Gent.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.