Fótbolti

Birkir skoraði tvö í stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason skoraði mörk númer þrjú og fjögur fyrir Adana Demirspor í dag.
Birkir Bjarnason skoraði mörk númer þrjú og fjögur fyrir Adana Demirspor í dag. Getty/Matthew Pearce

Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk er Adana Demirspor vann 5-0 stórsigur gegn C-deildarliði Serik Belediyespor í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Hinn geðugi Mario Balotelli kom Demirspor yfir strax á tíundu mínútu áður en Yunus Akgun tvöfaldaði forystu heimamanna fjórum mínútum síðar.

Á 26. mínútu bætti Birkir Bjarnason þriðja marki liðsins við, og aðeins sjö mínútum síðar skoraði hann sitt annað mark, og fjórða mark heimamanna.

Metehan Mimaroglu skoraði fimmta og seinasta mark Demirspor tæpum fimm mínútum fyrir hálfleik og niðurstaðan varð því 5-0 sigur heimamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.