Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Vetrarbrautin NGC 7727 (til hægri) og tveir skínandi kjarnar þar sem risasvarthol er að finna (stækkuð mynd til vinstri). Í kringum svartholin er þétt þyrping stjarna. ESO/Voggel og fleiri Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. Þó að heil 89 milljón ljósár skilji svartholin tvö og sólkerfið okkar að er parið engu að síður það langnálægasta sem hefur fundist. Fyrri methafi er í um 470 milljón ljósára fjarlægð. Þau reyndust einnig nær hvort öðru en önnur risasvarholapör sem menn hafa fundið en „aðeins“ 1.600 ljósár eru á milli þeirra. Stærra svartholið er um 154 milljón sinnum efnismeira en sólin okkar og en hitt 6,3 milljón sinnum massameira. Stjörnufræðingarnir mældu stærð þeirra með því að kanna þyngdaráhrif á nærliggjandi stjörnur. Talið er að risasvarhol sé að finna í miðju allra stórra vetrarbrauta. Parið sem vísindamennirnir fundu er í miðju NGC 7727 vetrarbrautarinnar sem er afsprengi samruna tveggja þyrilvetrarbrauta í stjörnumerkinu vatnsberanum. Þegar vetrarbrautir sameinast á þann hátt stefna risasvarthol þeirra hvort á annað, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). „Vegalengdin milli svarholanna og innbyrðis hraði bendir til þess að þau muni á endanum sameinast í eitt enn stærra svarthol, líklega innan næstu 250 milljón ára,“ segir Holger Baumgardt, prófessor við Queensland-háskóla í Ástralíu og meðhöfundur greinar um uppgötvunina. Rannsókn stjörnufræðinganna er sögð benda til þess að mun fleiri risasvarthol sé að finnast í samrunavetrarbrautum í alheiminum. Þau gætu verið allt að þriðjungi fleiri í nágrannavetrarbrautum okkar en hingað til hefur verið talið. Uppfært 30.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var stærð svartholanna lítillega vanmetin. Þau eru 154 milljón og 6,3 milljón sinnum massameiri en sólin en ekki 154 og 6,3 sinnum massameiri eins og stóð upphaflega. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00 Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Þó að heil 89 milljón ljósár skilji svartholin tvö og sólkerfið okkar að er parið engu að síður það langnálægasta sem hefur fundist. Fyrri methafi er í um 470 milljón ljósára fjarlægð. Þau reyndust einnig nær hvort öðru en önnur risasvarholapör sem menn hafa fundið en „aðeins“ 1.600 ljósár eru á milli þeirra. Stærra svartholið er um 154 milljón sinnum efnismeira en sólin okkar og en hitt 6,3 milljón sinnum massameira. Stjörnufræðingarnir mældu stærð þeirra með því að kanna þyngdaráhrif á nærliggjandi stjörnur. Talið er að risasvarhol sé að finna í miðju allra stórra vetrarbrauta. Parið sem vísindamennirnir fundu er í miðju NGC 7727 vetrarbrautarinnar sem er afsprengi samruna tveggja þyrilvetrarbrauta í stjörnumerkinu vatnsberanum. Þegar vetrarbrautir sameinast á þann hátt stefna risasvarthol þeirra hvort á annað, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). „Vegalengdin milli svarholanna og innbyrðis hraði bendir til þess að þau muni á endanum sameinast í eitt enn stærra svarthol, líklega innan næstu 250 milljón ára,“ segir Holger Baumgardt, prófessor við Queensland-háskóla í Ástralíu og meðhöfundur greinar um uppgötvunina. Rannsókn stjörnufræðinganna er sögð benda til þess að mun fleiri risasvarthol sé að finnast í samrunavetrarbrautum í alheiminum. Þau gætu verið allt að þriðjungi fleiri í nágrannavetrarbrautum okkar en hingað til hefur verið talið. Uppfært 30.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var stærð svartholanna lítillega vanmetin. Þau eru 154 milljón og 6,3 milljón sinnum massameiri en sólin en ekki 154 og 6,3 sinnum massameiri eins og stóð upphaflega.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00 Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00
Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00
Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00