Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2021 06:39 Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum eða takmarka komur vegna Ómíkrón. AP/Hiro Komae Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins. Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins.
Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira