Enski boltinn

Villa á sigurbraut undir stjórn Gerrard

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í leikslok.
Í leikslok. vísir/Getty

Aston Villa hefur unnið báða leiki sína síðan Steven Gerrard tók við stjórnartaumunum á Villa Park. Í dag lágu lærisveinar Patrick Vieira í Crystal Palace í valnum.

Leikið var í Lundúnum á Selhurst Park en það voru gestirnir frá Birmingham sem komust yfir þegar Matt Targett skoraði eftir fimmtán mínútna leik eftir undirbúning Ashley Young.

Á 86.mínútu tvöfaldaði John McGinn forystuna. Það átti eftir að reynast mikilvægt því Crystal Palace skoraði í uppbótartíma venjulegs leiktíma og var þar að verki Marc Guehi.

Lokatölur 1-2 fyrir Aston Villa sem er nú komið upp að hlið Crystal Palace í 10. og 11.sæti deildarinnar þar sem liðin hafa bæði 16 stig.

Á sama tíma gerðu Norwich og Wolverhampton Wanderers markalaust jafntefli í bragðdaufum leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.