Fótbolti

Haaland skoraði og Dortmund skellti sér á toppinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Haaland skoraði í dag
Haaland skoraði í dag EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN

Fimm leikir fóru fram í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag. Borussia Dortmund vann góðan sigur og komst á topp deildarinnar. Bayern Munchen á samt leik til góða á morgun og geta komist aftur upp fyrir þá gulu.

Borussia Dortmund mætti Wolfsburg á útivelli. Dortmund gátu komist á toppinn með sigri en Wolfsburg sat fyrir leikinn í sjöunda sæti deildarinnar. Það fór umstuðningsmenn Gula kafbátsins strax á 2. mínútu þegar að Bote Baku komst upp að endamörkum og gaf fyrir á Woute Weghorst sem gerði engin mistök og skallaði boltann í netið.

Nokkuð jafnræði var með liðunum þangað til að á 35. mínútu að Dortmund fékk víti. Brotið var á Marco Reus og réttilega dæmt vítaspyrna. Emre Can, fyrrum leikmaður Juventus og Liverpool, skoraði af öryggi úr spyrnunni. 1-1 í hálfleik.

Dortmund komst svo yfir á 55. mínútu. Marco Reus kom þá með boltann upp vinstri vænginn og lagði hann á Donyell Malen. Malen skoðaði sig vel um áður en hann hamraði boltanum í vinstra hornið. Flott mark hjá Malen sem er virkilega að spila vel um þessar mundir.

Það var svo hinn óviðjafnanlegi Erling Braut Haaland sem skoraði þriðja og síðasta mark Dortmund á 80. mínútu eftir fyrirgjöf frá Julian Brandt. 1-3 útisigur Dortmund staðreynd og liðið í góðum gír.

Önnur úrslit í þýska boltanum:

Bochum 2-1 Freiburg

Köln 4-1 Monchenglatbach

Greyther Furth 3-6 Hoffenheim

Hertha Berlin 1-1 Augsburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×