Innlent

Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Þríbólusettir gætu verið undanþegnir sóttkvíarskyldu ef breytingarnar ná fram að ganga. 
Þríbólusettir gætu verið undanþegnir sóttkvíarskyldu ef breytingarnar ná fram að ganga.  Vísir/Vilhelm

Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu.

Til skoðunar er að gera þríbólusetta undanþegna sóttkvíarskyldu en samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við fréttastofu í dag að ýmislegt sé til skoðunar í þessum efnum á þessari stundu.

Samkvæmt núverandi reglugerð er hægt að ljúka sóttkví að fimm dögum liðnum, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðu PCR prófi. 128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 69 í sóttkví.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað sagt að hann bindi miklar vonir við örvunarskammt bóluefnisins. Þá hvetur hann alla sem hafa ekki enn fengið bólusetningu að gera það.

„Það er bara mjög nauðsynlegt að við reynum með þessi ellefu prósent, sem hefur verið boðin bólusetning en eru ekki að mæta, það er mjög nauðsynlegt að við reynum að ná í það fólk, alla vega eins mikið og við getum,“ segir Þórólfur.

„Þetta er mjög blandaður hópur, alls konar fólk, og við þurfum bara að gera okkar besta til að ná þeim.“


Tengdar fréttir

Mun að óbreyttu mæla með bólu­setningu fimm til ellefu ára

Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.

Bólu­setninga­bílinn farinn af stað

Bólusetningabíll Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fór í sína fyrstu ferð í dag en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×