Fótbolti

Rúnar stóð vaktina er Leuven batt enda á sigurgöngu toppliðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Leuven er liðið vann frækinn sigur á toppliði belgísku deildarinnar í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Leuven er liðið vann frækinn sigur á toppliði belgísku deildarinnar í kvöld. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni er liðið vann 3-1 útisigur gegn toppliði Royale Union. Fyrir leikinn hafði Union unnið sex leiki í röð.

Casper De Norre og Mathieu Maertens sáu til þess að Rúnar og félagar fóru inn í hálfleikinn með 2-0 forystu, en Kaoru Mitoma minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik.

Xavier Mercier kom gestunum aftur í tveggja marka forystu á 67. mínútu og tryggði Leuven um leið 3-1 sigur.

Rúnar og félagar eru nú í 13. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 16 leiki, 14 stigum á eftir Union sem situr enn sem fastast á toppnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.