Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Davíð Örn Atlason Vísir/Sigurjón Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim. „Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
„Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira