Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Davíð Örn Atlason Vísir/Sigurjón Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim. „Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
„Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira