Erlent

Öryggisfulltrúar handteknir eftir námuslysið í Síberíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarliðsmenn við Listvyazhnaja-námuna í Kemerovo í gær. Sex þeirra fórust þegar þeir reyndu að bjarga námumönnum sem voru fastir á um 250 metra dýpi.
Björgunarliðsmenn við Listvyazhnaja-námuna í Kemerovo í gær. Sex þeirra fórust þegar þeir reyndu að bjarga námumönnum sem voru fastir á um 250 metra dýpi. AP/skrifstofa ríkisstjóra Kemerovo-héraðs

Lögreglumenn í Síberíu handtóku tvo öryggisfulltrúa sem eru grunaðir um glæpsamlega vanrækslu eftir að fleiri en fimmtíu manns fórust í kolanámu í Kemerovo-héraði í gær. Slysið er eitt það versta sinnar tegundar frá því á tímum Sovétríkjanna.

Fjörutíu og sex námumenn og sex björgunarmenn sem voru sendir eftir þeim létust þegar gasleki kom upp sem leiddi til sprengingar í Listvyazhnaja-námunni í gær. Rússneska rannsóknarlögreglan segir að öryggisfulltrúarnir sem voru handteknir hafi vottað öryggi námunnar fyrr í þessum mánuði án þess að skoða hana.

Fulltrúunum verður haldið þar til ákæra verður gefin út, að sögn lögreglu. Þrír aðrir voru handteknir í gær, þar á meðal forstjóri námunnar og næstráðandi hans, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Búið er að ná líkum þriggja námumanna og þriggja björgunarmanna upp úr námunni. Fimmtíu eru á sjúkrahúsi eftir námuslysið. Þar af eru fjórir á gjörgæsludeild sjúkrahúss, þar á meðal einn björgunarmaður.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.