Liðsfélagarnir héldu að hann hefði sofið yfir sig en sáu hann aldrei aftur á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 08:30 Leikmenn japanska fótboltaliðsins Shonan Bellmare hópa sig saman fyrir leik liðsins í október. Getty/Etsuo Hara Japanska fótboltafélagið Shonan Bellmare hefur staðfest fréttir af því að leikmaður liðsins hafi fundist látinn heima hjá sér. Leikmaðurinn heitir Riuler de Oliveira og var 23 ára brasilískur miðjumaður. Den japanske klubben Shonan Bellmare bekrefter at deres brasilianske spiller, Riuler de Oliveira (23), døde onsdag etter hjertestopp. Han var lagkamerat med Tarik Elyounoussi (33). https://t.co/gW6BT9R1Tk— Dagbladet Sport (@db_sport) November 25, 2021 Norska blaðið Dagbladet ræddi við norska knattspyrnumanninn Tarik Elyounoussi sem var liðsfélagi Oliveira hjá japanska félaginu. Elyounoussi sagði frá því að leikmenn liðsins hafi fengið fréttirnar á æfingu á þriðjudaginn. Riuler de Oliveira mætti ekki á æfingu og liðsfélagarnir héldu að hann hefði sofið yfir sig en annað kom á daginn. Hann svaraði ekki símanum og enginn náði í hann. Hið sanna kom í ljós þegar farið var heim til hans þar sem Oliveira fannst látinn. Fjölmiðlar í Japan segja að hann hafi fengið hjartáfall. Faleceu na última terça-feira (23) Riuler Oliveira, jogador brasileiro que passou pelas categorias de base de São Paulo, Athletico, Coritiba e Internacional. Atualmente, o atleta defendia o Shonan Bellmare, do Japão. Desejamos muita força aos familiares e amigos. pic.twitter.com/8fpkQyr4Xw— TNT Sports Brasil (@TNTSportsBR) November 24, 2021 „Þeir fundu hann í rúminu. Þetta er svo ótrúlega sorglegt. Hann átti líka fimm ára barn heima í Brasilíu,“ sagði Tarik Elyounoussi við Dagbladet. „Við fengum að vita þetta á æfingu og það stóðu bara allir og grétu,“ sagði Elyounoussi. Riuler de Oliveira kom til Shonan Bellmare liðsins í október 2020. Þá hafði Tarik Elyounoussi verið þar í tíu mánuði. Elyounoussi segir að þeir hafi verið nánir og að Oliveira hafi verið við hlið hans í búningsklefanum. „Ég skil þetta ekki ennþá. Fötin hans hanga þarna ennþá og allt dótið hans. Maður trúir þessu bara ekki. Hann var svo ungur. Svona hlutir eiga ekki að geta gerst að svona ungur og heilbrigður maður deyi. Það á ekki að gerast,“ sagði Elyounoussi. We wish to express our most heartfelt condolences to the family and friends of Riuler de Oliveira Faustino, who passed away on Tuesday, November 23rd.https://t.co/AYkSFoqIYc— J.LEAGUE Official EN (@J_League_En) November 25, 2021 Fótbolti Japan Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Riuler de Oliveira og var 23 ára brasilískur miðjumaður. Den japanske klubben Shonan Bellmare bekrefter at deres brasilianske spiller, Riuler de Oliveira (23), døde onsdag etter hjertestopp. Han var lagkamerat med Tarik Elyounoussi (33). https://t.co/gW6BT9R1Tk— Dagbladet Sport (@db_sport) November 25, 2021 Norska blaðið Dagbladet ræddi við norska knattspyrnumanninn Tarik Elyounoussi sem var liðsfélagi Oliveira hjá japanska félaginu. Elyounoussi sagði frá því að leikmenn liðsins hafi fengið fréttirnar á æfingu á þriðjudaginn. Riuler de Oliveira mætti ekki á æfingu og liðsfélagarnir héldu að hann hefði sofið yfir sig en annað kom á daginn. Hann svaraði ekki símanum og enginn náði í hann. Hið sanna kom í ljós þegar farið var heim til hans þar sem Oliveira fannst látinn. Fjölmiðlar í Japan segja að hann hafi fengið hjartáfall. Faleceu na última terça-feira (23) Riuler Oliveira, jogador brasileiro que passou pelas categorias de base de São Paulo, Athletico, Coritiba e Internacional. Atualmente, o atleta defendia o Shonan Bellmare, do Japão. Desejamos muita força aos familiares e amigos. pic.twitter.com/8fpkQyr4Xw— TNT Sports Brasil (@TNTSportsBR) November 24, 2021 „Þeir fundu hann í rúminu. Þetta er svo ótrúlega sorglegt. Hann átti líka fimm ára barn heima í Brasilíu,“ sagði Tarik Elyounoussi við Dagbladet. „Við fengum að vita þetta á æfingu og það stóðu bara allir og grétu,“ sagði Elyounoussi. Riuler de Oliveira kom til Shonan Bellmare liðsins í október 2020. Þá hafði Tarik Elyounoussi verið þar í tíu mánuði. Elyounoussi segir að þeir hafi verið nánir og að Oliveira hafi verið við hlið hans í búningsklefanum. „Ég skil þetta ekki ennþá. Fötin hans hanga þarna ennþá og allt dótið hans. Maður trúir þessu bara ekki. Hann var svo ungur. Svona hlutir eiga ekki að geta gerst að svona ungur og heilbrigður maður deyi. Það á ekki að gerast,“ sagði Elyounoussi. We wish to express our most heartfelt condolences to the family and friends of Riuler de Oliveira Faustino, who passed away on Tuesday, November 23rd.https://t.co/AYkSFoqIYc— J.LEAGUE Official EN (@J_League_En) November 25, 2021
Fótbolti Japan Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira