Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 09:53 Eiður Smári Guðjohnsen var rétt innan við ár í starfi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. vísir/vilhelm Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara. Fótbolti KSÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Sjá meira
Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Sjá meira