Norskir fjölmiðlar segja flugvélina hafa tilheyrt nálægum flugskóla, Pilot Flight Academy við Torp, og hrapað í fjalllendi. Erfiðlega hefur reynst fyrir björgunaraðila að komast að brakinu.
Lögregla í Noregi segir þrjá hafa verið um borð í vélinni og er talið að allir hafi farist í slysinu. Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin hrapaði til jarðar.
„Við getum greint frá því að því miður eru engar líkur á að finna nokkurn á lífi,“ segir lögreglustjórinn í Larvik í samtali við NRK.
Larvik er að vinna um hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborginni Ósló.