Launamunurinn geti vel skýrst af hálaunastörfum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. nóvember 2021 12:07 Sonja Ýr og Aðalsteinn Baldursson eru ekki sammála um réttar áherslur í launaþróun á Íslandi. Enda í umboði fyrir sitthvorn hópinn. vísir/vilhelm Formaður BSRB harmar gagnrýni innan úr röðum Starfsgreinasambandsins og segir ekki hægt að þá staðreynd í efa að opinberir starfsmenn séu lægra launaðir að meðaltali. Hún útilokar þó ekki að þetta eigi aðallega við hálaunastörf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera. BSRB hefur lengi talað fyrir því að laun verði jöfnuð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Sú krafa á rætur sínar að rekja til þess þegar iðgjöld á almennum vinnumarkaði breyttust fyrir nokkrum árum en opinberir starfsmenn litu á það sem skerðingu á sínum réttindum. „Og í staðinn fengum við þetta loforð um að það yrði farið í þá vinnu að jafna launin milli markaða. Af því að það hefur gjarnan líka verið litið svo á að launin séu lægri á opinberum vinnumarkaði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfshópur hafi verið skipaður og hann farið í vinnu við að greina launamuninn. Samkvæmt útreikningum BSRB sem byggjast á tölum frá Hagstofunni sé munurinn 17 prósent að meðaltali, opinberum starfsmönnum í óhag. Áhersla á að hækka hæstu launin Þessi málflutningur BSRB vakti hörð viðbrögð eins stjórnarmanns Starfsgreinasambandsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, í gær. Hann kallaði þetta áróður hjá BSRB sem gæti skaðað láglaunafólk á almennum vinnumarkaði. Launamunurinn ætti aðeins við um hálaunastörf en þegar litið væri til láglaunastarfa, sem flestir hans félagsmenn sinna, væru opinberir starfsmenn mun betur settir. „Það hefur náttúrulega komið mjög skýrt fram að þegar það er verið að vísa til 17 prósenta þá sé það meðaltal og ég held að það liggi bara í hlutarins eðli að það eigi þá ekki við alla hópana heldur er bara misjafnt á milli hópa,“ segir Sonja. Það geti því vel verið rétt hjá Aðalsteini að jöfnun launa milli markaða muni aðallega snúa að þeim hæst launuðu hjá hinu opinbera. „Sko hlutverk þessa starfshóps er að leiðrétta þann launamun sem er til staðar og er opinberum starfsmönnum í óhag,“ segir Sonja. Það má skilja á henni að ef það komi út úr greiningarvinnu starfshóps BSRB að munurinn sé í hæst launuðu störfunum verði samt sem áður að leiðrétta þann mun. Hvað varði lægst launuðu hópana á almennum vinnumarkaði verði Starfsgreinasambandið að eiga kröfur sínar um launahækkanir við Samtök atvinnulífsins. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Norðurþing Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
BSRB hefur lengi talað fyrir því að laun verði jöfnuð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Sú krafa á rætur sínar að rekja til þess þegar iðgjöld á almennum vinnumarkaði breyttust fyrir nokkrum árum en opinberir starfsmenn litu á það sem skerðingu á sínum réttindum. „Og í staðinn fengum við þetta loforð um að það yrði farið í þá vinnu að jafna launin milli markaða. Af því að það hefur gjarnan líka verið litið svo á að launin séu lægri á opinberum vinnumarkaði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfshópur hafi verið skipaður og hann farið í vinnu við að greina launamuninn. Samkvæmt útreikningum BSRB sem byggjast á tölum frá Hagstofunni sé munurinn 17 prósent að meðaltali, opinberum starfsmönnum í óhag. Áhersla á að hækka hæstu launin Þessi málflutningur BSRB vakti hörð viðbrögð eins stjórnarmanns Starfsgreinasambandsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, í gær. Hann kallaði þetta áróður hjá BSRB sem gæti skaðað láglaunafólk á almennum vinnumarkaði. Launamunurinn ætti aðeins við um hálaunastörf en þegar litið væri til láglaunastarfa, sem flestir hans félagsmenn sinna, væru opinberir starfsmenn mun betur settir. „Það hefur náttúrulega komið mjög skýrt fram að þegar það er verið að vísa til 17 prósenta þá sé það meðaltal og ég held að það liggi bara í hlutarins eðli að það eigi þá ekki við alla hópana heldur er bara misjafnt á milli hópa,“ segir Sonja. Það geti því vel verið rétt hjá Aðalsteini að jöfnun launa milli markaða muni aðallega snúa að þeim hæst launuðu hjá hinu opinbera. „Sko hlutverk þessa starfshóps er að leiðrétta þann launamun sem er til staðar og er opinberum starfsmönnum í óhag,“ segir Sonja. Það má skilja á henni að ef það komi út úr greiningarvinnu starfshóps BSRB að munurinn sé í hæst launuðu störfunum verði samt sem áður að leiðrétta þann mun. Hvað varði lægst launuðu hópana á almennum vinnumarkaði verði Starfsgreinasambandið að eiga kröfur sínar um launahækkanir við Samtök atvinnulífsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Norðurþing Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira