BSRB fari fram með áróður sem skaði láglaunafólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 11:21 Aðalsteinn situr í samninganefnd Starfsgreinasambandsins. vísir/vilhelm Stjórnarmaður í Starfsgreinasambandinu segir BSRB fara með rangfærslur um launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Hann óttast að yfirlýsingarnar geti skaðað lægst launaðu umbjóðendur sína. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“ Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“
Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira