Innlent

BSRB fari fram með á­róður sem skaði lág­launa­fólk

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Aðalsteinn situr í samninganefnd Starfsgreinasambandsins. 
Aðalsteinn situr í samninganefnd Starfsgreinasambandsins.  vísir/vilhelm

Stjórnar­maður í Starfs­greina­sam­bandinu segir BSRB fara með rang­færslur um launa­mun milli opin­bera og al­menna vinnu­markaðarins. Hann óttast að yfir­lýsingarnar geti skaðað lægst launaðu um­bjóð­endur sína.

BSRB eru stærstu sam­tök opin­berra starfs­manna á Ís­landi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins.

BSRB hefur undan­farið talað fyrir því að launa­munur opin­berra starfs­manna og starfs­manna á al­mennum vinnu­markaði verði jafnaður - ­munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opin­berum starfs­mönnum í óhag.

Þetta fellst Aðal­steinn Árni Baldurs­son, for­maður Fram­sýnar stéttar­fé­lags á Húsa­vík og einn stjórnar­manna Starfs­greina­sam­bandsins, ekki á og kallar þessar full­yrðingar BSRB á­róður.

„Ég hef bara gert form­legar at­huga­semdir við það að BSRB skuli halda því fram að launa­kjör fé­lags­manna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á al­menna vinnu­markaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launa­hækkanir þar en á al­menna vinnu­markaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðal­steinn

Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk

Hann segir að það megi vel vera að launa­munurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að lág­launa­fólki, sem er í miklum meiri­hluta er launa­munurinn opin­berum starfs­mönnum í vil.

„Það er þess vegna sem ég er að vekja at­hygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upp­lýsingum. Og ég vil bara koma því á fram­færi að þarna er ég að tala um stóra hópa ferða­þjónustunnar, fisk­vinnslu­fólk, kjöt­vinnslu­fólk, ræstinga­fólk og bíl­stjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á fram­færi að þetta er ekki rétt,“ segir Aðal­steinn.

Þessir hópar fái flestir grunn­laun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á al­mennum vinnu­markaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opin­berum starfs­mönnum.

Vill Aðal­steinn þá ekki sjá laun opin­berra starfs­manna hækka?

„Jú, það er bara þannig að það eru margir opin­berir starfs­menn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opin­berir starfs­menn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá al­mennu verka­fólki heldur en hjá opin­berum starfs­mönnum, það er bara þannig.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×