Fótbolti

PSG búið að hafa samband við Zidane ef Pochettino skyldi fara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zinedine Zidane hætti hjá Real Madrid eftir síðasta tímabil.
Zinedine Zidane hætti hjá Real Madrid eftir síðasta tímabil. getty/Diego Souto

Paris Saint-Germain hefur sett sig í samband við Zinedine Zidane og vilja tryggja sér starfskrafta hans ef Mauricio Pochettino fer til Manchester United.

ESPN greinir frá. Pochettino hefur verið sterklega orðaður við United sem er í stjóraleit eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn í fyrradag. Michael Carrick stýrir United gegn Villarreal í Meistaradeild Evrópu í kvöld og þar til nýr stjóri finnst.

Forráðamenn PSG vilja vera tilbúnir ef Pochettino fer til United og hafa heyrt í Zidane. Hann er án starfs eftir að hafa hætt hjá Real Madrid í sumar. Samkvæmt heimildum ESPN hefur Zidane áhuga á stjórastarfinu hjá stjörnum prýddu liði PSG.

Þrátt fyrir áhuga United hefur félagið ekki enn sett sig í samband við Pochettino og hann hefur ekki tjáð forráðamönnum PSG að hann vilji fara.

Pochettino þekkir vel til á Englandi en hann stýrði Southampton á árunum 2013-14 og Tottenham 2014-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×