Erlent

Að minnsta kosti 45 látnir eftir rútubruna í Búlgaríu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rútan brann til kaldra kola.
Rútan brann til kaldra kola. epa/Vassil Donev

Að minnsta kosti 45 létu lífið í rútuslysi í Búlgaríu í nótt. Slysið varð á hraðbraut í vesturhluta landsins en rútan er sögð hafa ekið á vegrið með þeim afleiðingum að mikill eldur kom upp í henni.

Börn eru á meðal hinna látnu en enn er verið að rannsaka slysavettvang. Sjö voru fluttir á spítala með brunasár. 

Fólkið var frá Skopje í Norður-Makedóníu og var á heimleið eftir helgarferð til Istanbul. 

Forsætisráðherra Norður-Makedóníu hefur þegar rætt við kollega sinn í Búlgaríu um slysið og næstu skref. Innanríkisráðherra Búlgaríu heimsótti vettvang og sagði fólkið hafa „brunnið upp“.

Málið er í rannsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.