Telur Ronaldo helsta vandamál næsta þjálfara Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2021 07:01 Er Ronaldo að skapa fleiri vandamál en hann leysir? EPA-EFE/Peter Powell Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United var með stærri félagaskiptum sumarsins í knattspyrnuheiminum. Endurkoman hefur þó ekki verið neinn dans á rósum enda gengi liðsins verið upp og ofan. Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira