Telur Ronaldo helsta vandamál næsta þjálfara Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2021 07:01 Er Ronaldo að skapa fleiri vandamál en hann leysir? EPA-EFE/Peter Powell Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United var með stærri félagaskiptum sumarsins í knattspyrnuheiminum. Endurkoman hefur þó ekki verið neinn dans á rósum enda gengi liðsins verið upp og ofan. Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira