Innlent

Tuttugu og tveir á Land­spítala vegna Co­vid

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
133 greindust af kórónuveirunni innanlands í gær.
133 greindust af kórónuveirunni innanlands í gær. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél.

Í eftirliti Covid göngudeildar eru nú 1.793 manns og þar af eru 516 börn. Þá eru 103 eru merktir gulir, eða með mismikil einkenni og einhverjar líkur á frekari veikindum. Einn er merktur rauður en þeir sem merktir eru rauðir eru með mikil einkenni og í mestri áhættu að verða alvarlega veikir.

24 starfsmenn Landspítala eru í einangrun, 26 í sóttkví og 143 í vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Hér er yfirlit yfir sjúklinga með staðfest COVID-19 smit á Landspítala


Tengdar fréttir

133 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 138 með Covid-19 hér á landi. Af þeim voru fimm sem tengdust landamærunum. Því greindust 133 með sjúkdóminn innanlands, samkvæmt bráðabirðgatölum almannavarna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.