Erlent

Börn bjart­sýnni á betri heim en full­orðnir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er tekin í Austur-Kongó og er af þáttakendum í verkefni UNICEF sem gefur ungu fólki vettvang til að tjá skoðanir sínar.
Myndin er tekin í Austur-Kongó og er af þáttakendum í verkefni UNICEF sem gefur ungu fólki vettvang til að tjá skoðanir sínar. UNICEF

Niðurstöður nýrrar könnunar UNICEF og Gallup sýna að börn séu bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. 21.000 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í könnuninni en hún var framkvæmd í tuttugu og einu landi.

Könnunin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem kynslóðir eru spurðar út í heimssýn sína, og þá sérstaklega hvernig það er að vera barn í dag. Niðurstöður könnunarinnar sýna að börn og ungmenni eru næstum 50 prósent líklegri heldur en fullorðnir, að telja að heimurinn fari batnandi með hverri kynslóð.

Þá telur yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks að heilbrigðsþjónusta, menntun og öryggi barna sé betra í dag en þegar foreldrar þeirra voru börn. Niðurstöðurnar sýna einnig að börn og ungmenni treysti frekar stjórnvöldum og vísindamönnum, heldur en samfélagsmiðlum og telja börn jafnframt að hægt sé að gera miklu betur gegn hvers kyns mismunun.

Skoða má niðurstöður könnunarinnar á gagnvirkri heimasíðu hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.