Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 23:00 Kevin Gough, verjandi William Bryan. AP/Octavio Jones Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. „Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
„Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52