Erlent

Lífs­tíðar­fangelsi fyrir hnífa­á­rásir í Birming­ham

Atli Ísleifsson skrifar
Á öryggismyndavélum mátti sjá manninn gangandi rólegur um, stungið fólk, og haldið svo för sinni áfram.
Á öryggismyndavélum mátti sjá manninn gangandi rólegur um, stungið fólk, og haldið svo för sinni áfram. YOUTUBE/WEST MIDLANDS POLICE

Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni.

Hinn dæmdi, Zephaniah McLeod, hefur verið greindur með ofsóknargeðklofa og hafði áður komið til kasta bæði lögreglu og heilbrigðisyfirvalda, mun til að byrja með afplána dóminn á geðsjúkrahúsi. Hann getur þó sótt um reynslulausn fyrr en að 21 ári liðnu hið minnsta.

Sky News segir frá því að McLeod hafi ráðist á fólkið seint á laugardagskvöldi, á níutíu mínútna tímabili. Á öryggismyndavélum mátti sjá manninn gangandi rólegur um, stinga fólk, og halda svo för sinni áfram.

Eftir fyrstu þrjár hnífstungurnar losaði McLeod sig við hnífinn með því að henda honum niður í skolpræsi, tók leigubíl heim til sín í hverfinu Selly Oak, vopnaði sig að nýju og hélt svo aftur út og hélt árásunum áfram.

Eins og áður sagði þá lést einn maður í árásunum, hinn 23 ára Jacob Billington frá Liverpool, en hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið stunginn í hálsinn.


Tengdar fréttir

Birta mynd­skeið af meintum á­rásar­manni

Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu.

Hinn grunaði gripinn í nótt

Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa framið eggvopnsárásum í miðborg borgarinnar aðfaranótt laugardags. Einn lést og sjö særðust í árásinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.