Fótbolti

Knattspyrnumaður sem átti að hafa dáið árið 2016 er nú á leið í fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hiannick Kamba þegar hann var leikmaður Schalke 04. um miðjan síðasta ártug.
Hiannick Kamba þegar hann var leikmaður Schalke 04. um miðjan síðasta ártug. Getty/Christof Koepsel

Hiannick Kamba var talinn af en fannst aftur á lífi tveimur árum síðar. Þetta ætti að vera kraftaverkasaga en sannleikurinn er allt annar.

Kamba var knattspyrnumaður og var um tíma á mála hjá unglingaliði Schalke 04 í Þýskalandi. Nú er hann á leiðinni í fangelsi ásamt konu sinni.

Kamba var dæmdur í 46 mánaða fangelsi fyrir að falsa dauða sinn árið 2016.

Hann var talinn hafa látist í bílslysi í Kongó. Það reyndist fjarri sannleikanum.

Þýska blaðið Bild segir frá því að eiginkona hans, Christina Von G, hafi reynt í framhaldinu að innheimta líftryggingu sem var 3,36 milljónir punda. Hún fékk á endanum um eina milljón punda frá Tryggingafélaginu.

VfB Huls, félag sem Kamba spilað með, birti minningarorð um leikmanninn árið 2016, en þau orð hljóma skringilega eftir að kappinn birtist óvænt sprelllifandi.

Kamba birtist aftur tveimur árum seinna í þýska sendiráðinu í Kinshasa sem er höfuðborg Kongó.

Hann hélt því fram að vinir hans hefðu skilið hann eftir allslausan árið 2016, án allra skilríkja, peninga og síma.

Hann snéri aftur til Þýskalands árið 2019 og fékk vinnu sem efnatæknifræðingur hjá orkufyrirtæki í Ruhr.

Rannsókn á Kamba og eiginkonu hans fór hins vegar í gang þótt að hann héldi því fram að hann vissi ekkert um þessa peninga sem kona hans fékk út úr líftryggingunni.

Nú hafa þau bæði verið dæmd sek um fjársvik og þurfa bæði að fara í fangelsi í tæp fjögur ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.