Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:09 Muhammad Aziz og Khalil Islam árið 1966. AP Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert. Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert.
Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira