Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2021 21:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20