Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:23 Guðmundur og félagi hans rétt eftir að stúlkan kom í heiminn um helgina. úr einkasafni Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“ Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“
Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira