Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:23 Guðmundur og félagi hans rétt eftir að stúlkan kom í heiminn um helgina. úr einkasafni Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“ Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“
Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira