Innlent

Ungmenni ítrekað sýnt ógnandi hegðun við Egilshöll

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt tilkynningu lögreglu hafa ungmenni sýnt ógnandi hegðun við Egilshöll síðastliðna daga.
Samkvæmt tilkynningu lögreglu hafa ungmenni sýnt ógnandi hegðun við Egilshöll síðastliðna daga. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð út til að vísa sofandi konu úr strætisvagni. Þá var tilkynnt um ógnandi ungmenni við Egilshöll en samkvæmt tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar var um að ræða „endurtekna hegðun síðastliðna daga“.

Í umdæminu Kópavogur/Breiðholt bárust tvær tilkynningar um þjófnað í verslun. Lögregla hefur einstakling grunaðan í öðru málinu en í hinu tilvikinu komst gerandinn undan. Þá var tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt, aðra í Hafnarfirði/Garðabæ og hina í Miðborginni.

Þar var einnig tilkynnt um innbrot og þjófnað á gististað, þar sem verkfærum var stolið, og þá var ökumaður handtekinn eftir stutta eftirför en hann er grunaður um akstur undir áhrifum, fyrir að aka án ökuréttinda og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.