Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2021 21:41 Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi og leiðsögumaður á Mjóeyri við Eskifjörð. Arnar Halldórsson Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var Mjóeyri heimsótt en hún er í jaðri byggðarinnar á Eskifirði. Þar er leiði Eiríks Þorlákssonar, sem fæddur var á Þorgrímsstöðum í Breiðdal árið 1765 en hálshöggvinn 21 árs gamall. Eskifjörður árið 1836. Myndin er eftir franska teiknarann Auguste Mayer, sem var í Íslandsleiðangri Paul Gaimards.Teikning/Auguste Mayer „Þetta er síðasta aftaka á Austurlandi og með þeim síðustu á Íslandi,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri, og vísar okkur á leiðið. Á Berufjarðarströnd hafði Eiríkur drepið pilt sem hafði verið með honum í gengi þriggja pilta í Breiðdal sem lögðust út og stálu sér til matar á tíma móðuharðindanna þegar hungursneyð var í landinu. Úr Breiðdal. Eiríkur Þorláksson var fæddur á Þorgrímsstöðum árið 1765.Friðrik Þór Halldórsson Aftakan fór fram árið 1786, sama ár og Eskifjörður og Reykjavík hlutu kaupstaðarréttindi. „Og settur hér upp höggstokkur og hann leiddur í járnum hér út þorpið og hálshöggvinn hér á Mjóeyri.“ Böðullinn var bóndi í Norðfirði, Björn að nafni, að sögn Sævars. Sá átti sjálfur eitthvað sökótt við yfirvaldið en gat unnið sér sakaruppgjöf með því að hálshöggva Eirík. Lýsingar á aftökunni eru óhugnanlegar en sagan segir að höfuðið hafi farið af í sjöunda höggi. Leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri.Arnar Halldórsson „Öxin var bitlaus og Björn að sjálfsögðu draugfullur við þetta verkefni. Og einhverjar sögur segja að það hafi verið hérna danskur skipstjóri sem hafi nú ekki getað horft upp á þetta en klárað verkið,“ segir Sævar. Fleiri sögur frá Eskifirði eru sagðar í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Mjóeyri heimsótt en hún er í jaðri byggðarinnar á Eskifirði. Þar er leiði Eiríks Þorlákssonar, sem fæddur var á Þorgrímsstöðum í Breiðdal árið 1765 en hálshöggvinn 21 árs gamall. Eskifjörður árið 1836. Myndin er eftir franska teiknarann Auguste Mayer, sem var í Íslandsleiðangri Paul Gaimards.Teikning/Auguste Mayer „Þetta er síðasta aftaka á Austurlandi og með þeim síðustu á Íslandi,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri, og vísar okkur á leiðið. Á Berufjarðarströnd hafði Eiríkur drepið pilt sem hafði verið með honum í gengi þriggja pilta í Breiðdal sem lögðust út og stálu sér til matar á tíma móðuharðindanna þegar hungursneyð var í landinu. Úr Breiðdal. Eiríkur Þorláksson var fæddur á Þorgrímsstöðum árið 1765.Friðrik Þór Halldórsson Aftakan fór fram árið 1786, sama ár og Eskifjörður og Reykjavík hlutu kaupstaðarréttindi. „Og settur hér upp höggstokkur og hann leiddur í járnum hér út þorpið og hálshöggvinn hér á Mjóeyri.“ Böðullinn var bóndi í Norðfirði, Björn að nafni, að sögn Sævars. Sá átti sjálfur eitthvað sökótt við yfirvaldið en gat unnið sér sakaruppgjöf með því að hálshöggva Eirík. Lýsingar á aftökunni eru óhugnanlegar en sagan segir að höfuðið hafi farið af í sjöunda höggi. Leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri.Arnar Halldórsson „Öxin var bitlaus og Björn að sjálfsögðu draugfullur við þetta verkefni. Og einhverjar sögur segja að það hafi verið hérna danskur skipstjóri sem hafi nú ekki getað horft upp á þetta en klárað verkið,“ segir Sævar. Fleiri sögur frá Eskifirði eru sagðar í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09