Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Aðalheiður Ámundadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:09 Lögfræðingafélagið stóð fyrir endurupptöku á morðmáli frá 1830. Vísir/Aðalheiður Ámundadóttir Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður. Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður.
Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00