Enginn Íslendingur í úrvalsliði riðilsins: Jóhann Berg hæstur hjá Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 18:30 Ilkay Gündogan stýrir umferðinni á miðju úrvalsliðs J-riðils. Boris Streubel/Getty Images Tölfræðivefsíðan WhoScored hefur tekið saman meðaleinkunn allra leikmanna í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu og búið til úrvalslið hvers riðils fyrir sig. Enginn Íslendingur kemst í úrvalslið J-riðils. Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira
Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira