Enginn Íslendingur í úrvalsliði riðilsins: Jóhann Berg hæstur hjá Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 18:30 Ilkay Gündogan stýrir umferðinni á miðju úrvalsliðs J-riðils. Boris Streubel/Getty Images Tölfræðivefsíðan WhoScored hefur tekið saman meðaleinkunn allra leikmanna í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu og búið til úrvalslið hvers riðils fyrir sig. Enginn Íslendingur kemst í úrvalslið J-riðils. Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira