Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Vísir/Vilhelm Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent