Segir Ísland hafa skilað auðu á loftslagsráðstefnunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2021 09:24 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Egill Aðalsteinsson Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum. Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18