Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 08:20 Þórólfur segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára. Rannsóknir sýni þó fram á gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Vísir/Vilhelm „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira