Fótbolti

Birkir Már fær hjart­næmar kveðjur: „Sannur, ein­lægur og trúr gildunum sínum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Már hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann segir leikinn gegn Englandi á EM í Frakklandi 2016 standa upp úr.
Birkir Már hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann segir leikinn gegn Englandi á EM í Frakklandi 2016 standa upp úr. Federico Gambarini/Getty Images

Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu í kvöld er Ísland tapaði gegn Norður-Makedóníu í lokaleik undankeppni HM 2022. Alls lék Birkir Már 103 A-landsleiki.

Í þeim skoraði hann þrjú mörk. Fyrsta markið kom í 4-0 sigri á Liechtenstein árið 2016, mark númer tvö kom í 1-2 tapi gegn Belgíu árið 2020 og það síðasta í 4-1 sigrinum á Liechtenstein ytra í þessari undankeppni. 

Birkir Már máttarstólpi er íslenska landsliðið komst í fyrsta skipti á stórmót sumarið 2016 er það fór alla leið í 8-liða úrslit Evrópumótsins í Frakklandi. Þá var hann á sínum stað í hægri bakverðinum er Ísland fór á HM í Rússlandi sumarið 2018.

Vindurinn hefur svo sannarlega spilað sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með frammistöðum sínum undanfarin ár. Hér að neðan má sjá brot af þeim kveðjum sem honum hafa borist á samfélagsmiðlinum Twitter.


Tengdar fréttir

Birkir Már hættur með lands­liðinu

Birkir Már Sævarsson spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í 3-1 tapi Íslands gegn Norður-Makedóníu í lokaleik undankeppni HM 2022. Þetta staðfesti Birkir Már í viðtali við RÚV eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×